18.11.2008 | 17:20
Dóttir forsetans í stjórn Haga. Október Hópurinn.
Hér er akkúrat í hnotskurn ástæðan fyrir því að þessi hópur tók sig saman um að flytja fólki þær fréttir sem hinir opinberu "fréttamiðlar" virðast ekki hafa nennu eða/og getu til að færa okkur.
Jón Ásgeir og seta hans í stjórnum fyrirtækja hefur verið mikið til umræðu.... og hér í tengdri frétt er sérstaklega tekið fram að hann sitji í stjórn Haga ásamt karli föður sínum.... ekki fréttnæmt per se EN
..... af hverju er enginn að segja okkur hver þriðji stjórnarmaðurinn er?????
Skoðið skjalið hér og leyfið okkur að heyra hvað ykkur finnst um þetta!!!
Dóttir forseta lýðveldisins í stjórn með brotamanninum Jóni Ásgeiri ???
Er ekkert athugavert við það?
Klikkið á skjalið til að stækka.
Kveðja fh Októbers!!!
Heiða
Arnar Helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Oktober
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hei !? Endilega gramsiði meira !
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:22
Uh, hvar er og hefur verið öll ransókna fréttamennska?
Andrés.si, 18.11.2008 kl. 17:43
Vinaveldið teygir anga sína víða - þetta er að mínu mati í ljósi alls sem undan er gegnið frétt sem ég vona að aðrir miðlar taki fyrir og rannsaki til þaula.
Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:26
Ég sé a.m.k. þögn forseta lýðveldisins á þessum erfiðu tímum í allt öðru ljósi. Mér þykir það nefnilega mjög undarlegt að þegar gjaldþrot blasir við þjóðarbúinu, fyrirtækjum og einstaklingum skuli forsetinn þegja. Mér þykir það líka undarlegt að þegar fólk er að missa vinnuna og atvinnuleysi blasir við mörgum fleirum til viðbótar skuli forsetinn þegja. Mér þykir stórundarlegt að þegar almenningur safnast saman á Austurvelli, við alþingishúsið og á borgarafundum í þeirri viðleitni að ná eyrum stjórnvalda skuli m.a.s. forsetinn loka sig af inni á Bessastöðum og steinhalda kjafti.
Er hluti skýringarinnar fólginn í því að hann er innvinklaðri í staðreyndir dagsins í dag en svo að hann treysti sér til að standa upp fyrir þjóðina og gera það sem í hans valdi stendur til að knýja ráðherranna í ríkisstjórninni til að leggja eyrun við bænum okkar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:58
Rakel... gerði forsetinn ekki allt vitlaust fyrir rétt viku á hádegisfundi í Norska sendiráðinu og las yfir sendiherrum erlendra ríkja ??? Og allir misstu sig. Og við vitum ekkert hvað hann hefur sagt og ekki sagt, þó hann hafi ekki verið í fréttum alla daga....... Og október mér finnst það mjög hæpið að dóttir forsetans sé sú sem setti okkur á hausinn, og ef hún má ekki vera í vinnu eða í stjórnum vegna þess að hún er dóttir forsetans, þá verðum við að setja hana á örorku eða á launaskrá hjá ríkinu. Ég held að fólk ætti bara að halda sig við ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið, seðlabankann og bankastjóra bankana, það eru þeir sem eru búnir að setja okkur á hausinn. Innan Haga er sjálfsagt allir sem eru í stjórnum, annað hvort vinir eða fjölskylda svona rétt eins og í öllum öðrum stjórnum á Íslandi. ROTIÐ KERFI.
Sigurveig Eysteins, 19.11.2008 kl. 02:30
Sigurveig.
Nei það er rétt , efast ég um að hún hafi nokkuð haft puttana í því.
Við erum ekki að segja að henni sé ekki leyfilegt að vera í stjórn , hún er jú Viðskiptafræðingur.
Þetta eru einfaldlega upplýsingar sem okkur bárust, upplýsingar sem ekki liggja fyrir og rétt að þær geri það.
Vilja ekki allir upplýsingar?
oktober, 19.11.2008 kl. 02:41
auðvitað viljum við upplýsingar - mér finnst þessar upplýsingar varpa frekari ljósi á þögn forsetans og aðgerðaleysi. Það að hann hafi lesið yfir öðrum þjóðum um hvað þær voru vondar við okkur finnst mér ekki bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Það var með sanni vinabragð að vera ekki að lána spilafíklunum meiri peninga. En í dag fær óreiðufólkið milljarða í hendur til að setja okkur endanlega á hausinn.
Birgitta Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 07:09
Vonandi verða öll þessi krosstengsl dregin fram. Þetta er fámenn auðvaldsklíka sem hefur of lengi fengið að ráðskast með landið. Meira skúbb!
Ævar Rafn Kjartansson, 19.11.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.