Frumvarp til laga um frystingu á eigum Banka/Auðmanna.

 

Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir,

Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson.

 

Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem íslenska ríkið hefur yfirtekið á grundvelli 1. gr. skuli kyrrsettar þar til opinber rannsókn leiðir í ljós hvort viðkomandi njóti réttarstöðu sakbornings vegna gruns um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við setningu laganna. Um kyrrsetningu á eignum sakborninga gilda ákvæði 85. gr. laga um meðferð opinberra mála.

 

Samkvæmt frumvarpi þessu er Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og annarra tengdra aðila gömlu bankanna þriggja, Landsbanka, Kaupþings og Glitnis.


    Óhjákvæmilegt er að umfangsmikil rannsókn fari fram á þeim atburðum sem urðu valdir að því efnahagshruni sem íslensk þjóð stendur núna frammi fyrir. Rannsóknin getur leitt í ljós að þeir sem mesta ábyrgð báru á starfsemi umræddra banka hafi gerst sekir um saknæma hegðun og að þeir hafi hagnast með óréttmætum hætti á kostnað ríkisins eða annarra einstaklinga eða lögaðila.


    Með því að nú eru margar vikur liðnar frá hruni bankanna án þess að rannsókn sé hafin á aðdraganda þess og hugsanlegri saknæmri háttsemi fyrrverandi stjórnenda, eigenda og annarra tengdra aðila er hætt við að rannsóknarhagsmunum verði spillt og eignum jafnvel skotið undan. Í núgildandi lögum eru upptöku eigna settar þröngar skorður en miðað við aðstæður er rík ástæða til að rýmka nú þegar heimildir til kyrrsetningar eigna sem að lokinni rannsókn kunna að vera taldar tengjast ólögmætri auðgun eða vera andlag skaðabótakrafna einstaklinga sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna starfsemi bankanna undanfarin ár.


    Tilgangur frumvarps þessa er að reisa skorður við því að framangreindir aðilar ráðstafi eignum sínum á meðan ekkert liggur fyrir hvort, að hve miklu leyti og hverjum þeim beri að bæta það tjón sem orðið hefur vegna hrunsins. Þrátt fyrir að inngrip í eignarréttinn af þessu tagi eigi sér fá fordæmi verður til þess að líta að um tímabundna aðgerð er að ræða sem skoða þarf í ljósi þeirra sérstöku atvika er leiddu til setningar svonefndra „neyðarlaga“, þ.e. laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr.


Frumvarpið gengur ekki óeðlilega gegn hagsmunum viðkomandi einstaklinga enda fellur kyrrsetning niður skv. 85. gr. laga um meðferð opinberra mála ef rannsókn leiðir ekki til saksóknar eða viðkomandi er sýknaður með endanlegum dómi af greiðslu sektar skaðabóta og sakarkostnaðar eða upptaka eigna hefur ekki verið dæmd.

 Frumvarpið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Ánægjulegt. Styð þetta heilshugar.

Davíð Löve., 27.11.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Auðvitað er engin rannsókn hafin. Menn þurfa góðan tíma til að hylja spor sín.

Þráinn Jökull Elísson, 3.12.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oktober

Höfundur

oktober
oktober
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG3928
  • CIMG3927
  • CIMG3926
  • CIMG3925
  • CIMG3924

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband