Stórustu Pissudúkkur í Heimi - Myndband- Trailer - viðtal-

Grasrótarvinna í sinni skærustu mynd.
Undanfarna daga og nætur hefur hópur fólks eytt ómældri orku í að berja saman heimildarþátt um "íslensku bobbluna". Það fallega við þetta verkefni er að það er gjörsamlega hafið yfir alla flokkspólitíska drætti og skotgrafahernað, bláókunnugt fólk hefur fundið saman á netinu, snúið bökum saman og barið saman heilan sjónvarpsþátt. Við erum að tala um venjulegt fólk, fjölskyldufólk í fullri vinnu, áhyggufullir, meðvitaðir og greinilega sæmilega öflugir borgarar. Tækniþróuninin gerir þetta mögulegt en það er hjartað sem skiftir öllu máli. Neisti og ákveðin gredda er það sem knýr okkur, kallaðu það pönk ef þú villt, okkur er bara nóg boðið og nú er ekki tími fyrir einhverja ungmennafélagspólitik eða aðrar truntur. Það þarf að stokka upp á nýtt, um það eru allir sammála - en áður en sú vinna getur hafist er nauðsynlegt að vita hversu mörg lík eru í lestinni.

'Eg læt hér fylgja 10. mínútna bút úr viðtali sem ég tók við John Mynderup (viðskiftablaðamaður á Ekstra Blaðinu ´Danmörku, sem leyddi þriggja manna teymi í yfir sex mánuði í rannsókn á íslensku "bobblunni"). Þátturinn hefur að innihalda upplýsingar sem eru bæði "gamlar" og nýjar - eldfimar, spennandi og tímabærar. Mitt mat og um það er ég ekki einn - er að fjölmiðlar og blaðamenn þessa lands hafa ekki staðið sig í stykkinu. Þegar ástandið er orðið þannig að almenningur þarf að taka að sér hlutverk blaðamanna og í bloggheimum knýja fram lágmarksleiðréttingar á öskrandi siðspillingu, þá er það ekki bara sjálfstæð fréttamennska eða upplýsingamiðlun sem er í bráðri hættu. 'Astandið er miklu alvarlegra en það, auðvitað finnast beittir og heiðarlegir fréttamenn en það verður bara að viðurkennast að þeir eru ansi fáir og það er ekki bara grátlegt heldur beinlínis sjokkerandi að þessa daganna ganga um tugir ef ekki hundruðir fjölmiðlamanna með uppsagnarbréf í vasanum og fæstir hafa manndóm til að opna kjaftinn. Kallaðu það skort á faglegum metnaði, þrælslund, roluskap eða eitthvað enn verra, Staðreyndin er sú að þeir, líkt og ráðamenn þessarar þjóðar hafa fyrirgert rétti sínum á virðingu og trausti almennings. Þeir ljúga blákalt uppí opið geðið á okkur og reikna okkur fyrir fífl með gullfiskaminni. Fyrirgefðu tóninn - en ég er bara helvíti fúll yfir þessu öllu saman og ekki bara krefst, heldur reikna með uppstokkun en veit líka að þá þarf ég sjálfur að bretta upp ermarnar og gera eitthvað, í gamla daga var það kallað að vera með í mótstandshreyfingunni og þótti víst fínt, svona eftir á....

 

Arnar Steinþórsson
fyrir hönd Óháðu Fréttaveitunnar
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk ;)

Heiða B. Heiðars, 21.11.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Takk, hlakka til að sjá meira.

Guðmundur Ragnar Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oktober

Höfundur

oktober
oktober
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG3928
  • CIMG3927
  • CIMG3926
  • CIMG3925
  • CIMG3924

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband